Fótbolti

Svona var fundur Freys í Laugardalnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Freyr Alexandersson er landsliðsþjálfari Íslands
Freyr Alexandersson er landsliðsþjálfari Íslands vísir
Íslenska kvennalandsliðið á fram undan gríðarlega mikilvæga leiki gegn Þjóðverjum og Tékkum í undankeppni HM í Frakklandi næsta sumar. Vísir verður með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í Laugardalnum þar sem Freyr Alexandersson tilkynnir landsliðshóp sinn.

Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli, fyrri leikurinn er gegn Þýskalandi 1. september og sá seinni gegn Tékklandi 4. september. Ísland er sem stendur á toppi riðilsins með eins stigs forystu á þær þýsku. Efsta lið hvers riðils fer beint á HM og fjögur bestu liðin sem lenda í öðru sæti fara í umspil um eitt laust sæti. 

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins, snýr líklega aftur í liðið eftir meiðsli í vor. Ólíklegt er að Dagný Brynjarsdóttir snúi aftur í liðið eftir barneign en hún hefur enn ekki spilað fótboltaleik síðan hún átti frumburð sinn fyrr í sumar. Þá meiddist Harpa Þorsteinsdóttir illa í bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks á föstudag og hún sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri mjög ólíklegt að hún gæti spilað fótbolta á næstunni.

Freyr tilkynnti hópinn fyrir þessa tvo mikilvægu leiki klukkan 13:15 á blaðamannafundi á Laugardalsvelli. Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og beina textalýsingu sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×