Fótbolti

Mo Salah keppir við Cristiano Ronaldo og Luka Modric

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah átti magnað tímabil með Liverpool en dugar það?
Mohamed Salah átti magnað tímabil með Liverpool en dugar það? Visir/Getty

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið út hvaða þrír leikmenn koma til greina sem besti leikmaður karla og kvenna á 2017-18 tímabilinu.

Leikmennirnir sem kom til greina hjá körlunum eru þeir Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah og Luka Modric.

Cristiano Ronaldo og Luka Modric unnu Meistaradeildina með Real Madrid en Mohamed Salah átti magnað fyrsta tímabil með Liverpool-liðinu.

Luka Modric fylgdi eftir Meistaradeildarsigrinum með því að hjálpa króatíska landsliðinu að komast alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi.Liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttir hjá Wolfsburg keppir um titilinn í kvennaflokki við tvær úr franska liðinu Lyon sem vann Meistaradeildarina eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleiknum.

Hin danska Pernille Harder er þar tilnefnd ásamt hinni norsku Ada S Hegerberg og hinni frönsku Amandine Henry.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.