Fótbolti

50 prósent afsláttur á Tékkaleikinn ef þú ferð á Þýskalandsleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar okkar þurfa að fá góðan stuðning í tveimur rosalega mikilvægum heimaleikjum.
Stelpurnar okkar þurfa að fá góðan stuðning í tveimur rosalega mikilvægum heimaleikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að bjóða pakkatilboð á heimaleiki íslensku stelpnanna á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019.  

Þetta eru tveir mikilvægustu landsleikir íslensku stelpnanna í langan tíma en í þeim geta stelpurnar tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn.

Knattspyrnusambandið ætlar að gera allt til þess að stelpurnar fái sem mestan stuðning í þessum tveimur leikjum. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sagði frá þessu á blaðamannafundi í dag. Þeir sem kaupa miða á fyrri leikinn fá afsláttarkóða sem þeir geta nýtt sér í kaup á miða á þann síðari.

Þeir sem kaupa miða á fyrri leikinn á móti Þýskalandi fá þannig 50 prósent afslátt á leikinn við Tékkland sem fara fram þremur dögum síðar.

Leikurinn á móti Þýskalandi er laugardaginn 1. september en leikurinn á móti Tékklandi er þriðjudagurinn 4. september.  Báðir leikirnir hefjast klukkan 15.00.

Miðasala á leikina hefst á morgun, klukkan 12:00 á tix.is. Selt í númeruð sæti svo allir þurfa miða, börn sem fullorðnir.

„Þurfum hjálp frá þjóðinni,“ voru skilaboðin frá Frey Alexanderssyni á blaðamannfundinum í dag.



Staðan er svona í riðlinum:

Sigur gegn Þjóðverjum - Ísland er komið á HM.

Jafntefli gegn Þjóðverjum - Ísland þarf sigur gegn Tékkum

Tap gegn Þjóðverjum - Ísland þarf sigur gegn Tékkum til þess að fara í umspil.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×