Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson mætir í Pepsimörkin í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. Vísir/Bára
Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari FH, verður sérstakur gestur í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.

Pepsimörkin fara þá vel yfir leikið sautjándu umferðarinnar sem lýkur á eftir með tveimur leikjum þar sem barist er á sitthvorum enda vallarins.

Fjölnismenn fá þá Víkinga í heimsókn í Grafarvoginn í botnslag og Breiðablik tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í toppslag á Kópavogsvellinum.

Pepsimörkin hefjast strax á eftir beinni útsendingu frá leik Breiðabliks og Vals eða klukkan 21.15.

Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Örlygsson verða sérfræðingar þáttarins í kvöld og umsjónarmaðurinn er eins og alltaf Hörður Magnússon.

Ástríðan verður líka á sínum stað í Pepsimörkunum í kvöld en Stefán Árni Pálsson heimsótti Floridana völlinn í gær. Fylkismenn eru nýbúnir að skipta í gervigras á velli sínum og eru með eitt flottasta „vippið“ á landinu.

FH-ingar eru úr leik í bikarnum og eiga ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum þegar fimm leikir eru eftir. Þeir eru líka þremur stigum frá Evrópusæti eins og staðan er núna.

Hörður og félagar hans munu örugglega spyrja Ólaf út í gengi FH-liðsins í sumar og hvernig hann sér síðustu umferðir tímabilsins þar sem FH-liðið berst fyrir Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×