Tónlist

Birnir gefur út plötuna Matador

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Birnir hefur vakið mikla athygli að undanförnu.
Birnir hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Fréttablaðið/Ernir
Rapparinn Birnir gaf á miðnætti út sína fyrstu plötu í fullri lengd. Platan ber nafnið Matador og er pródúseruð af Young Nazareth, sem útsetti plötuna í heild sinni, og Bangerboy sem gerði 3 takta á plötunni.



Mörg kunnugleg nöfn eru Birni til halds og trausts á plötunni, Floni, Bleache, Unnsteinn, GDRN, JFDR og fleiri, en GDRN gaf einmitt út sína fyrstu plötu síðastliðinn föstudag.



Aðeins eitt lag af plötunni hafði komið út áður, lagið Út í geim. Einnig hafði þó verið birt myndband af flutningi Birnis á fyrsta lagi plötunnar, Afhverju, á Youtube-síðu Landsbankans fyrir tæpu ári síðan.

Hann hefur unnið að plötunni í um eitt og hálft ár en hann tilkynnti útgáfudaginn nýverið á Instagram-síðu sinni og birti samtímis plötuumslagið, sem málað er af Skúla Skelfi.



Í gærkvöldi var haldið útgáfuteiti fyrir plötuna og streymdi Birnir beint frá því á facebook-síðu sinni.



Hlusta má á plötuna í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×