Tónlist

Birnir gefur út plötuna Matador

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Birnir hefur vakið mikla athygli að undanförnu.
Birnir hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Fréttablaðið/Ernir

Rapparinn Birnir gaf á miðnætti út sína fyrstu plötu í fullri lengd. Platan ber nafnið Matador og er pródúseruð af Young Nazareth, sem útsetti plötuna í heild sinni, og Bangerboy sem gerði 3 takta á plötunni.

Mörg kunnugleg nöfn eru Birni til halds og trausts á plötunni, Floni, Bleache, Unnsteinn, GDRN, JFDR og fleiri, en GDRN gaf einmitt út sína fyrstu plötu síðastliðinn föstudag.

Aðeins eitt lag af plötunni hafði komið út áður, lagið Út í geim. Einnig hafði þó verið birt myndband af flutningi Birnis á fyrsta lagi plötunnar, Afhverju, á Youtube-síðu Landsbankans fyrir tæpu ári síðan.

Hann hefur unnið að plötunni í um eitt og hálft ár en hann tilkynnti útgáfudaginn nýverið á Instagram-síðu sinni og birti samtímis plötuumslagið, sem málað er af Skúla Skelfi.

Í gærkvöldi var haldið útgáfuteiti fyrir plötuna og streymdi Birnir beint frá því á facebook-síðu sinni.

Hlusta má á plötuna í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.