Erlent

Tveir handteknir eftir árás á bandaríska sendiráðið í Tyrklandi

Andri Eysteinsson skrifar
Skotið var á sendiráðið úr bíl á ferð.
Skotið var á sendiráðið úr bíl á ferð. Vísir/EPA
Skotið var á bandaríska sendiráðið í Ankara í Tyrklandi í morgunsárið.

Yfirvöld hafa nú haft uppi á tveimur mönnum á fertugsaldri sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skotum úr bifreið sinni er þeir óku fram hjá sendiráðinu.

Engum varð meint af en af sex skotum hæfðu þrjár kúlur hlið og styrktan glugga sendiráðsins.

AP  greinir frá að mennirnir, Ahmet Celikten og Osman Gundas, hafi verið handteknir með 9 millimetra skammbyssu, báðir mennirnir eru á sakaskrá til dæmis fyrir þjófnað sem að annar þeirra hefur strokið úr fangelsi.

Árásin á viðkvæmum tíma

Tyrknesk yfirvöld sem standa nú í deilum við Bandaríkin hafa fordæmt skotárásina með öllu. Talsmaður forsetans segir tilgang árásarinnar að skapa glundroða.

Talsmaður sendiráðsins, David Gainer, staðfestir að árásin hafi átt sér stað, engin slys hafi orðið á fólki. Hann þakkaði enn fremur tyrknesku lögreglunni fyrir skjót viðbrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×