Fótbolti

Messan fjallaði um varnarleik United: Sjáðu bara gæðin á varnarmönnunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Varnarleikur Manchester United var ekki upp á marga fiska í 2-1 tapi gegn Brighton um helgina og strákarnir í Messunni fóru yfir þennan skrípaleik.

„Sjáum bara gæðin á varnarmönnunum. Þarftu að sparka honum útaf? Komdu þér í stöðu. Hvað gerist núna? Hreyfingarnar og varnarfærslurnar eru lélegar,” sagði Arnar Gunnlaugsson, sparkspekingur og fyrrum atvinnumaður.

„Hann lætur ýta sér eins og krakki og Murry kemst á blindu hliðina og afgreiðir skemmtilega,” og þá tók Ríkharður Daðason, annar sparkspekingur og fyrrum atvinnumaður við:

„Ashley Young er inni í pressu og fer sov út í pressu og það er enginn sem þéttir. Bailly er kominn út fyrir vítateig!”

Áfram héldu þeir að fara yfir hörmulegan varnarleik í innslaginu sem má sjá hér allt að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×