Enski boltinn

Woodward hefur trú á Mourinho og Zidane bíður ekki á húninum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane og Mourinho á góðri stundu.
Zidane og Mourinho á góðri stundu. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, fær fullt traust frá stjórn Manchester United og enginn pressa er á honum.

Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, er sagður vera tilbúinn að taka skrefið í ensku úrvalsdeildina og hefur verið orðaður við Manchester United.

ESPN fréttaveitan greinir frá því að það sé enginn pressa á Mourinho og aðalstjórnaformaður United, Ed Woodward, er sagður treysta Portúgalanum að snúa genginu við.

Mourinho skrifaði undir nýjan samning í janúar sem heldur honum hjá United til 2021. Hann er samkvæmt veðbönkum talinn sá líklegasti til þess að verða rekinn.

Zidane er enn að leita sér að starfi en hann hætti nokkuð óvænt hjá Real Madrid eftir þriðja sigurinn í Meistaradeildinni í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×