Erlent

Göngufólk fórst í flóði í ítölskum þjóðgarði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá björgunaraðgerðum í þjóðgarðinum í gær.
Frá björgunaraðgerðum í þjóðgarðinum í gær. Vísir/EPA
Að minnsta kosti tíu fórust í flóðum í djúpu gljúfri í þjóðgarði á Suður-Ítalíu í gær. Mikið úrhelli varð til þess að yfirborð ár í gljúfrinu hækkaði með þeim afleiðingum að fólk drukknaði.

Guardian greinir frá og hefur eftir björgunarsveitum að tekist hafi að bjarga átján en sex þeirra hafi verið slösuð. Áin heitir Raganello og rennur í allt að kílómetra djúpu gljúfri í Pollino þjóðgarðinum.

Ekki liggur fyrir hve margra er saknað þar sem sumir ferðast án leiðsögumanna og án þess að skrá sig til göngu í þjóðgarðinum. Flestir sem sækja þjóðgarðinn heim eru Ítalir.

Leitað hefur verið að fólk í gljúfrinu í nótt og notast við flóðljós. Björgunarfólk hefur notað reipi til þess að síga niður í gljúfrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×