Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar hjá BBC: Frábær frammistaða og besti maður vallarins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var frábær á móti Southampton.
Gylfi Þór Sigurðsson var frábær á móti Southampton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í 2-1 sigurleik Everton á móti Southampton um helgina en hann er byrjaður að spila sína réttu stöðu fyrir aftan framherjann Cenk Tosun.

Frammistaða Gylfa í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur vakið nokkra athygli en í grein í Liverpool Echo var talað um nýtt númer og nýtt upphaf fyrir íslenska landsliðsmanninn hjá Everton.

Blaðamaður Wales Online gerði nú létt grín að kollega sínum hjá Liverpool Echo og í raun Everton sem félagi og benti á að það hefði tekið Everton heilt ár og fjóra knattspyrnustjóra til að komast að því sem allir vita um Gylfa.

Lið 2. umferðar að mati BBC.
Garth Crooks, einn helsti sérfræðingur BBC um ensku úrvalsdeildinni, var jafnhrifinn af frammistöðu Gylfa og aðrir en hann hefur um árabil valið lið vikunnar í ensku deildinni fyrir vef breska ríkisútvarpsins.

Gylfi er í liðinu fyrir frammistöðu sína á móti Southampton en liðið var birt í gærkvöldi eftir að Liverpool var búið að ganga frá Crystal Palace.

„Gylfi Sigurðsson var ekkert magnaður fyrir Everton undir stjórn Ronald Koeman og Sam Allardyce á síðustu leiktíð en hann gæti orðið það fyrir Marco Silva á þessu tímabili,“ skrifar Crooks um Gylfa.

„Íslenski landsliðsmaðurinn var frábær á móti Southampton og besti maður vallarins ða mínu mati. Staðan fyrir aftan framherjann fær það besta út úr Gylfa og að þessu sinni naut Everton góðs af því,“ segir Garth Crooks.


Tengdar fréttir

Messan: Gylfi stýrir umferðinni

Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð.

Everton hafði betur gegn Southampton

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton sem vann 2-1 sigur á Southampton í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×