Enski boltinn

Fyrstur til að skora úr átta vítum í röð og sannaði Milner-lögmálið enn einu sinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Milner fagnar vítaspyrnumarkinu í gærkvöldi.
James Milner fagnar vítaspyrnumarkinu í gærkvöldi. vísir/getty
Liverpool vann Crystal Palace, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi og er því með fullt hús stiga og ekki búið að fá á sig mark eftir tvær umferðir á nýju tímabili.

James Milner kom Liverpool yfir á 45. mínútu með marki úr vítaspyrnu en eftir að boltinn lá í netinu þurftu stuðningsmenn liðsins í raun ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að Liverpool myndi tapa leiknum.

Milner-lögmálið í ensku úrvalsdeildinni er nefnilega þannig að ef James Milner skorar mark í leik tapar liðið hans ekki. Alveg frá því hann kom fyrst inn í deildina sem 17 ára gutti með Leeds árið 2002 hefur hann aldrei tapað leik sem hann skorar í.

Leikurinn í gærkvöldi var sá 48. sem að Milner skorar í en í heildina hefur hann skorað 51 mark. Milner hefur verið í sigurliði í 38 af þessum 48 leikjum og tíu sinni hafa liðin hans gert jafntefli þegar að hann kemur boltanum í netið.

Með vítaspyrnumarkinu í gær setti James Milner einnig met því hann varð fyrsti maðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar úr átta vítaspyrnum í röð.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Þegar Liverpool mætti Crystal Palace síðast á mánudagskvöldi

Lokaleikur annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar er í kvöld þegar Crystal Palace tekur á móti Liverpool á Selhurst Park í London. Eitt súrasta kvöldið í sögu Liverpool var þegar liðið mætti Palace síðast á mánudegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×