Handbolti

Hafnarfjarðarmótið flutt úr Strandgötu og yfir á Ásvelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar í leik á móti FH á síðustu leiktíð.
Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar í leik á móti FH á síðustu leiktíð. Fréttablaðið/Anton
Fjögur af fimm efstu liðum Olís-deildar karla í fyrra taka þátt í hinu árlega Hafnarfjarðarmóti sem hefst í kvöld. Það er því von á góðum handbolta og spennandi keppni.

Hafnarfjarðarmótið hefur verið spilað á Strandgötunni undanfarin ár en mótið hefur nú verið flutt yfir í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Þetta mót hefur verið fastur liður á haustin og þar spila oftast mjög sterk lið við Hafnarfjarðarfélögin tvö. Engin breyting er á því í ár.

„Mótið í ár er haldið í ár til heiðurs 150 ára fæðingarafmælis Séra Friðriks. Þess vegna verður mótið spilað í Schenkerhöllinni og veður það spilað þriðjudag, fimmtudag og laugardag og eru þáttakendur mótsins í ár Haukar, FH, Selfoss og Valur,“ segir í frétt á heimasíðu Hauka.

Íslands- og bikarmeistarar ÍBV eru eina liðið úr topp fimm sem ekki er með á þessu móti.

Selfyssingar urðu í öðru sæti í deildarkeppninni og FH-ingar komust alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Haukarnir duttu út úr úrslitakeppninni á móti verðandi Íslandsmeisturum ÍBV en höfðu áður slegið Val út í átta liða úrslitunum.



 

Leikjaplan mótsins í ár er þannig:

Þriðjudagurinn 21. ágúst

Klukkan 18.00 Haukar – Valur

Klukkan 20.00 FH – Selfoss

Fimmtudagurinn 23. ágúst

Klukkan 18.00 FH – Valur

Klukkan 20.00 Haukar – Selfoss

Laugardagurinn 25. ágúst

Klukkan 14.00 Selfoss – Valur

Klukkan 16.00 Haukar – FH.

Frítt er inn á mótið og verða allir leikir mótsins eru líka sýndir beint á Haukar TV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×