Íslenski boltinn

Rúnar fann lausnina þegar hann setti Watson á bekkinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Watson í leik með KR í sumar.
Albert Watson í leik með KR í sumar. Fréttablaðið/Ernir
KR hefur haldið hreinu í öllum fjórum leikjunum þar sem Albert Watson hefur ekki fengið að spila í Pepsi-deildinni í sumar.

Norður-Írinn Albert Watson sat á bekknum hjá KR um helgina þegar liðið sótti þrjú stig norður til Akureyrar og kannski ekki af ástæðulausu.

KR-liðið hefur haldið fjórum sinnum hreinu í síðustu fimm leikjum sínum og þessi fjórir leikir eiga það sameiginlegt að Albert Watson spilaði ekki.

Albert Watson kom til KR til að binda saman varnarleik liðsins en þjálfarinn Rúnar Kristinsson fann hins vegar lausnina þegar hann setti Albert Watson á bekkinn. Það sýnir tölfræðin í það minnsta.

Tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa komið inn í KR-liðið fyrir síðustu leiki en það eru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Báðir komu inn í liðið fyrir þessa fimm leikja törn.

Gunnar Þór Gunnarsson hafði aðeins verið einu sinni í byrjunarliðinu í fyrstu tólf leikjunum og Arnór Sveinn bara tvisvar. Þeir höfðu aldrei byrjað báðir fyrr en í leiknum á móti Stjörnunni þar sem KR hélt hreinu og vann 1-0.

Síðan að þeir Gunnar Þór og Arnór Sveinn komu inn í byrjunarliðið hefur KR-liðið aðeins fengið á sig eitt mark á 450 mínútum. Það mark kom í leik á móti Breiðabliki og í eina leiknum sem Albert Watson hefur spilað frá 17. júlí.



KR-vörnin með Albert Watson í Pepsi-deildinni 2018:

13 leikir

16 mörk fengin á sig

2 leikir haldið hreinu

73 mínútur á milli marka fenginna á sig

44 prósent stiga í húsi (17 af 39)

KR-vörnin án Albert Watson í Pepsi-deildinni 2018:

4 leikir

0 mörk fengin á sig

4 leikir haldið hreinu

360+ mínútur á milli marka fenginna á sig

83 prósent stiga í húsi (10 af 12)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×