Enski boltinn

UEFA ætlar að heiðra David Beckham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Vísir/Getty
David Beckham verður heiðraður sérstaklega á uppskeruhátíð Knattspyrnusambands Evrópu seinna á þessu ári.

David Beckham fær forsetaverðlaun UEFA í ár fyrir framlag sitt til fótboltans og að bera út fagnaðarerindið til allra horna heimsins.





David Beckham spilaði fótbolta í tuttugu ár með liðunum Manchester United, La Galaxy, Real Madrid, AC Milan og Paris St-Germain og þá var hann fyrirliði enska landsliðsins.  Hann lék 115 landsleiki fyrir England og vann tíu meistaratitla og alls nítján titla á sínum ferli.

„Beckham er átrúnaðargoð sinnar kynslóðar,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA og hrósaði Englendingnum einnig fyrir störf sín í þágu mannúðarmála.





Beckham er nú 43 ára gamall og hefur undir það síðast unnið markvisst af því að koma nýju knattspyrnufélagi á laggirnar í Miami borg í Bandaríkjunum.

Beckham bætist í hóp manna eins og Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini sem allir hafa hlotið forsetaverðlaun UEFA.

Beckham fær verðlaunin afhent í Mónakó seinna á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×