Erlent

Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett

Samúel Karl Ólason skrifar
Aria Argento.
Aria Argento. Vísir/GETTY

Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára. Hún segir ekkert til í þessum ásökunum sem sagt frá upprunalega í New York Times.

Hins vegar viðurkennir hún að hafa greitt manninum, sem heitir Jimmy Bennett, 380 þúsund Bandaríkjadali, eða um 41 milljón króna. Argento segir Bennett hafa beðið hana um peninga í kjölfar þess að hún steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 1997.

Argento segir hana og Bennett hafa verið vini um tíma, þar til hann hafi beðið hana um peninga. Enn fremur segir hún að skömmu áður hafi Bennett höfðað mál gegn fjölskyldu sinni og farið fram á milljónir frá þeim. Hann hafi verið í miklum fjárhagsvandræðum og þáverandi kærasti hennar, Anthony Bourdain, hafi stungið upp á því að þau greiddu Bennett. Bourdain hafi talið Bennett hættulegan og vonaðist til þess að hann myndi láta þau í friði.

Argento og Bennett fóru með hlutverk mæðgina í kvikmyndinni The Heart Is Deceitful Above All Things árið 2004.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.