Lífið

Dómarar í sænska Idolinu risu úr sætum og fögnuðu knatt­spyrnu­manninum Arnari Braga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar sló sannarlega í gegn í prufunni.
Arnar sló sannarlega í gegn í prufunni.
Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson stóð sig virkilega vel í áheyrnarprufu í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol.

Arnar lék með ÍBV og Fylki hér á landi og síðast var hann með Fylki árið 2016. Frá þessi er greint á vefsíðunni Fótbolti.net en Arnar leikur í dag með C-deildar liðinu Utsiktens BK.

Það er ljóst að Arnar getur sungið og tók hann lagið Feeling Good sem margir listamenn hafa tekið í gegnum árin.

Dómararnir fjórir voru vægast sagt hrifnir af flutningi Arnars, svo hrifnir að þau risu úr sætum og klöppuðu fyrir honum, og að sjálfsögðu flaug hann áfram í næstu umferð.

Það verður fróðlegt að fylgjast með kappanum í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×