Innlent

Frí námsgögn í Kópavogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Salaskóli í Kópavogi.
Salaskóli í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm
Námsgögn verða ókeypis fyrir nemendur í grunnskólum í Kópavogi sem settir verða á morgun, fimmtudag.

„Skólagögnin sem um ræðir eru stílabækur, reikningsbækur, möppur, vinnubækur, vinnubókarblöð, pappír, ritföng, litir, vasareiknir og fleira. Þess má geta að allir nemendur í 5. til 10. bekk í Kópavogi fá einnig spjaldtölvur án endurgjalds, en þeim stendur til boða að kaupa þær ef þess er óskað,“ segir í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum.

Fram kemur að um 5.000 nemendur verði í grunnskólum Kópavogs í vetur, þar af um 500 sem stíga sín fyrstu skref í 1. bekk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×