Viðskipti innlent

Verðmæti útflutnings sjávarafurða dróst saman

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Samdráttur nam um 15 prósentum frá fyrra ári.
Samdráttur nam um 15 prósentum frá fyrra ári. Fréttablaðið/Eyþór
Útflutningsverðmæti sjávarafurða á síðasta ári var um 197 milljarðar króna sem er um fimmtán prósenta samdráttur frá fyrra ári. Hins vegar jókst magn útflutnings milli ára. Þannig voru á síðasta ári flutt út um 610 þúsund tonn samanborið við tæp 580 þúsund tonn árið 2016.

Af einstökum tegundum var verðmæti þorskútflutnings mest eða tæpir 84 milljarðar, loðna var flutt út fyrir um 18 milljarða, karfi fyrir rúma 11 milljarða, makríll fyrir tæpa 11 milljarða, ýsa fyrir 10,5 milljarða og rækja fyrir rúma 10 milljarða.

Ef verðmæti útflutnings til einstakra landa er skoðað kemur í ljós að mest var flutt til Bretlands, eða fyrir tæpan 31 milljarð. Næstmest var flutt til Frakklands, eða fyrir rúma 22 milljarða. Útflutningur til Spánar nam rúmum 19 milljörðum, til Noregs tæpum 19 milljörðum og rúmum 17 milljörðum til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×