Tónlist

Föstudagsplaylisti GDRN

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Guðrún Ýr Eyfjörð.
Guðrún Ýr Eyfjörð. Fréttablaðið
GDRN er listamannsnafn popptónlistarkonunnar Guðrúnar Ýrar Eyfjörð. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um ári síðan með laginu Ein og hefur vakið töluverða athygli allar götur síðan.

Fyrir 2 vikum kom út hennar fyrsta plata í fullri lengd, Hvað ef, sem hún vann í samstarfi við Ra:tio. Nokkru áður birti hún myndband við lagið Lætur mig þar sem hún og Floni syngja tregafullt til hvors annars, og hefur lagið átt miklum vinsældum að fagna.

Það er mikill sumarbragur af lagalistanum, lögin fljóta áreynslulaust saman í svalandi samsull hip-hops, r’n’b og lungnamjúkrar popptónlistar.

Lokalag nýútgefinnar plötu Birnis er á listanum, en GDRN er einmitt gestur í laginu RealBoyTing sem kemur fyrir á plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×