Golf

Woods og Mickelson mætast í einvígi í Vegas

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það verður hart barist í Vegas í nóvember
Það verður hart barist í Vegas í nóvember Vísir/Getty
Stórstjörnurnar Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í golfeinvígi í Las Vegas í nóvember. Kapparnir berjast um 9 milljónir dollara.

Woods og Mickelson hafa verið ein stærstu nöfnin í golfheiminum um árabil og eiga samtals 19 risatitla. Þeir munu mætast á Shadow Creek golfvellinum í Las Vegas í lok nóvember.

Þetta einvígi er eitthvað sem hefur verið rætt í gegnum árin en verður loks að veruleika. Woods staðfesti einvígið á Twitter í nótt.



Kylfingarnir verða með hljóðnema á sér svo fólk fær að heyra hvað þeir segja sín á milli. Þrátt fyrir að viðburðurinn sé gerður til skemmtunar er ekki í boði að skipta verðlaunafénu, það verður leikið til þrautar.

Woods snéri aftur á golfvöllinn á þessu tímabili eftir að hafa misst af stærstum hluta síðustu tveggja ára vegna meiðsla. Hann hefur verið að spila mjög vel á PGA mótaröðinni og varð meðal annars jafn í sjötta sæti á Opna breska risamótinu fyrr í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×