Viðskipti erlent

Ætla að banna halógenperur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
ESB vill að neytendur færi sig úr halógen yfir í LED-perur.
ESB vill að neytendur færi sig úr halógen yfir í LED-perur. Vísir/Getty

Halógenperur verða bannaðar innan ESB frá og með laugardeginum til þess að fá neytendur til að skipta yfir í sparneytnari LED-perur. Bannið er hluti aðgerða ESB til þess að draga úr orkunotkun og skaðlegum umhverfisáhrifum.

Anna-Kaisa Itkonen, talskona framkvæmdastjórnar ESB í loftslags- og orkumálum, segir við CNN að það myndi leiða til 15,2 milljóna tonna samdráttar í losun koltvísýringsígilda fyrir árið 2025.

Upphaflega var ákveðið árið 2009 að stefna að því að perurnar yrðu ekki lengur notaðar eftir 1. september 2016. Hins vegar taldi framkvæmdastjórnin nauðsynlegt að framlengja aðlögunarfrest neytenda.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.