Innlent

Dæmdur fyrir handrukkun

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Þolandinn var illa leikinn eftir árásina.
Þolandinn var illa leikinn eftir árásina. Fréttablaðið/Sveinn
Héraðs­dómur Norður­lands eystra dæmdi í vikunni þrí­tugan Akureyring í á­tján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í hand­rukkun sem fór fram í apríl árið 2016.

Er hann sakfelldur fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr og gengið í skrokk á honum. Árásarmaðurinn hvarf á braut en sneri aftur ásamt öðrum manni sem einnig var ákærður og þriðja manni sem nú er látinn.

Sjá einnig: Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli



Þeir hafi sett þolandann rænulausan upp á pallbíl og keyrt með hann að Fálkafelli, gengið í skrokk á honum frekar og skilið hann eftir rænulítinn og blóðugan. Þar fann gangandi vegfarandi hann laust fyrir hádegi daginn eftir.

Hinn maðurinn var sýknaður af ákæru um árásina en dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir fíkniefna- og vopnalagabrota.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×