Viðskipti innlent

Bannað að hefta vefverslun á EES

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vefverslun hefur stóraukist á undanförnum árum.
Vefverslun hefur stóraukist á undanförnum árum. Vísir/Getty

Ný reglugerð ESB, sem verður innleidd 2. desember næstkomandi, gerir seljendum vöru og þjónustu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Hingað til eru mörg dæmi þekkt þess efnis að neytendur hafi ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta nema að vera búsettir í því landi þar sem netverslunin er starfrækt eða að seljandi hafi ákveðið að selja eingöngu til ákveðinna landa. Þegar tilskipunin tekur gildi verður slíkt óheimilt.

Sem fyrr segir verður tilskipunin innleidd í ESB-ríkjum eigi síðar en 2. desember. Í frétt á vef Neytendastofu segir að innleiðing reglnanna hér á Íslandi muni væntanlega, venju samkvæmt, eiga sér stað nokkru síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
0,68
13
22.667
MARL
0,52
5
167.114
SIMINN
0,49
2
4.177
GRND
0,31
1
1.990
SKEL
0
1
110

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,36
1
431
REITIR
-1,26
1
547
HAGA
-0,22
1
459
SKEL
0
1
110
HEIMA
0
1
111
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.