Innlent

Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Að frátöldum smá rigningu síðdegis ætti að haldast nokkuð þurrt í Reykjavík um helgina.
Að frátöldum smá rigningu síðdegis ætti að haldast nokkuð þurrt í Reykjavík um helgina. Vísir/andri marínó
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag og um helgina, ef marka má spákort Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir hægum vindi næstu daga og ætti almennt að haldast nokkuð þurrt á suðvesturhorninu, að frátöldum smávægilegum síðdegisskúrum í dag.

Annars staðar á landinu verður þó líklega skýjað og dálítil væta um helgina, einkum suðaustantil.

Veðurstofan gerir ráð fyrir hitatölum á bilinu 7 til 14 stig næstu daga og verður hlýjast í höfuðborginni. Það muni svo líklega bæta í vind eftir helgi og þá gæti einnig rignt á Suðurlandi. Hitinn verður þó áfram á svipuðu róli en kann að minnka eftir því sem líður á næstu viku.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðaustan 3-8 og smáskúrir, en bjartviðri SV-lands. Hiti 5 til 13 stig, mildast SV-til.

Á sunnudag:

Austan 8-13 syðst, annars hægari. Skýjað með köflum og stöku skúrir, en þurrt N- og A-lands. Hiti 6 til 12 stig.

Á mánudag:

Vaxandi austanátt og fer að rigna S-til á landinu, en norðan heiða um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Norðaustan strekkingur og rigning NV-til, annars hægari og úrkomulítið, en skúrir SA-lands. Hiti 6 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á miðvikudag:

Norðanátt og rigning, en þurrt syðra. Hiti 4 til 13 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:

S-læg átt og líklega þurrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×