Íslenski boltinn

Sjáðu Bjarna Ófeig fá rautt fyrir að skalla Agnar Smára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Agnar Smári þarfnaðist aðhlynningar eftir atvikið.
Agnar Smári þarfnaðist aðhlynningar eftir atvikið. mynd7skjáskot
Valur hafði betur gegn FH, 35-31, í annarri umferð Hafnafjarðarmótsins í handbolta í gærkvöldi og á því enn möguleika á að vinna mótið eftir tap á mót Haukum í fyrstu umferð.

FH-ingar eru án stiga eftir tvö töp en Hafnafjarðarliðið, sem hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð en hefur misst marga sterka menn, tapaði á dramatískan hátt fyrir Selfoss í fyrstu umferðinni.

FH-ingar urðu fyrir áfalli snemma í fyrri hálfleik þegar að uppaldi Valsmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk rautt spjald fyrir að skalla Agnar Smára Jónsson, leikmann Vals.

Bjarni Ófeigur var á láni hjá Gróttu í fyrra en var nú fenginn til FH til að fylla í skarð Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem fór til Kiel eftir leiktíðina.

Bjarni gaf fallega línusendingu á Ágúst Birgisson sem kom FH í 6-5 en Agnar Smári hélt í Bjarna allan tímann og fór aðeins of langt að mati FH-ingsins sem brást illur við og skallaði Agnar.

Skallinn var ekki fastur en klár snerting var og féll Agnar Smári í gólfið. Eftir stuttar samræður dómaranna var ákveðið að gefa Bjarna Ófeigi rautt spjald og þar með útilokun frá leiknum.

Haukar TV sýna beint frá öllum leikjum mótsins en útsendinguna frá leik FH og Vals má sjá hér að neðan. Atvikið sem um ræðir er eftir 11 mínútur og 40 sekúndur.

Lokaumferð Hafnafjarðarmótsins fer fram á laugardaginn en þá ræðst hvaða lið ber sigur úr býtum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×