Pjanic og Mandzukic með mörk Juventus í sigri

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn Juventus fagna.
Liðsmenn Juventus fagna. Vísir/Getty

Mario Mandzukic og Miralem Pjanic skoruðu mörk Juventus í 2-0 sigri á Lazio í ítölsku deildinni í dag.
 
Cristiano Ronaldo var á sínum stað í byrjunarliði Juventus.
 
Heimamenn í Juventus byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn til að byrja með án þess þó að ná að skora. Það var ekki fyrr en á 30. mínútu þar sem Juventus komst yfir en það var Miralem Pjanic sem skoraði markið og var staðan 1-0 í hálfleiknum.
 
Í seinni hálfleiknum reyndu liðsmenn Lazio allt sem þeir gátu til þess að jafna en gekk það brösulega. Það var síðan Mario Mandzukic sem gekk endanlega frá leiknum á 75. mínútu með marki og voru lokatölur 2-0 fyrir Juventus.
 
Ronaldo spilaði allan leikinn í liði Juventus sem er nú komið á toppinn eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum.
 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.