Fótbolti

Vildi fá tækifæri til að skoða og kynnast íslensku fyrirliðunum í svissnesku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson er fyrirliði hjá liði Grasshopper Club Zurich.
Rúnar Már Sigurjónsson er fyrirliði hjá liði Grasshopper Club Zurich. Vísir/Getty

Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, fundaði með blaðamönnum í dag þar sem hann opinberaði sinn fyrsta landsliðshóp.

Meðal leikmanna sem koma nú inn en voru ekki með á HM í Rússlandi í sumar voru tveir leikmenn úr svissnesku deildinni en fyrsti mótherji Íslands undir stjórn Hamrén er einmitt leikur á móti Sviss.

Erik Hamrén talaði um það á fundunum í dag að hann vildi fá að kynnast betur þeim Rúnari Má Sigurjónssyni og Guðlaugi Victori Pálssyni og benti á að þeir séu báðir nú fyrirliðar hjá sínum liðum í svissnesku deildinni.

Rúnar Már Sigurjónsson hefur verið fyrirliði Grasshopper Club Zurich í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og hefur gefið 3 stoðsendingar á félaga sína í þeim.

Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið fyrirliði FC Zürich í byrjun tímabilsins og spilað allar 360 mínúturnar á leiktíðinni til þessa.

Aðstoðarmaður Erik Hamrén segist hafa talað við þá Rúnar Má og Guðlaug Victor og farið yfir málin með þeim. Rúnar Már hefur verið meira í kringum liðið og var í hópnum á EM í Frakklandi en það er langt síðan að Guðlaugur Victor var með landsliðinu.

„Við fórum aðeins yfir málin með þeim. Þetta er nýtt upphaf fyrir alla og ég vona að leikmenn líti á það þannig. Ég vina að allir fari upp á tærnar og þetta verði holl samkeppni fyrir alla,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Freyr Alexandersson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.