Íslenski boltinn

Viktor með sigurmark Þróttar í endurkomu gegn Selfossi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viktor í leik með Þrótti.
Viktor í leik með Þrótti. vísir/vilhelm
Þróttarar halda áfram sigurgöngu sinni í Inkasso deildinni. Liðið vann endurkomu sigur á Selfossi í Laugardalnum í dag.

Selfyssingar voru komnir tveimur mörkum yfir á innan við tuttugu mínútum. Ivan Martinez Gutierrez og Kenan Turudija gerðu mörk gestanna. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Selfoss sem er í fallbaráttu.

Þróttur tók hins vegar öll völd á leiknum í seinni hálfleik. Emil Atlason minnkaði muninn fyrir Þrótt á 63. mínútu og Birkir Þór Guðmundsson jafnaði leikinn korteri seinna.

Viktor Jónsson, sem hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum, skoraði svo sigurmarkið fyrir Þrótt á 90. mínútu.

Þróttur hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með 35 stig líkt og Víkingur Ólafsvík. Þróttur fer upp fyrir Ólsara á markatölu í þriðja sæti deildarinnar. Liðin eru fimm stigum á eftir toppliði ÍA þegar fjórir leikir eru eftir.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×