Handbolti

Haukar sigurvegarar í Hafnarfjarðarmótinu

Dagur Lárusson skrifar
Daníel Þór Ingason.
Daníel Þór Ingason. Vísir/Eyþór
Hafnarfjarðarmótinu í Handbolta lauk nú fyrir stuttu en tveir leikir fóru fram í dag en eftir þá er það ljóst að Haukar eru sigurvegarar mótsins

 

Í fyrri leik dagsins bar Valur sigur úr býtum gegn Selfossi 30-28. Einar Sverrisson var markahæstur í liði Selfoss með tólf mörk á meðan Magnús Óli var markahæstur hjá Val með átta mörk.

 

Haukar unnu FH í seinni leik dagsins 33-28. Daníel Þór Ingason var markahæstur í liði Hauka með átta mörk á meðan Arnar Freyr Ársælsson var markahæstur hjá FH með sex mörk.

 

Haukar eru því sigurvegarar Hafnarfjarðarmótsins með fullt hús stiga.

 

Eftir leiki dagsins voru þeir leikmenn á mótinu verðlaunir sem voru taldir skara fram úr. Magnús Óli Magnússon úr Val var markahæstur á mótinu, Ásbjörn Friðriksson úr FH var valinn sóknarmaður mótsins og Daníel Þór Ingason hjá Haukum var valinn varnarmaður mótsins. Heimir Óli Heimisson var valinn leikmaður mótsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×