Innlent

15 ára stúlka alvarlega slösuð eftir bílveltu

Sylvía Hall skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþegana og flutti þá á Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþegana og flutti þá á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Ernir
Fjórir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílslys í Eldhrauni austan við Kirkjubæjarklaustur um klukkan 13:30 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni og lögreglunni á Suðurlandi valt bíll með fjórum farþegum innaborðs og eru tveir alvarlega slasaðir eftir slysið. Farþegar voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi.

Aðgerðum lögreglu á vettvangi er nú lokið og hefur verið opnað fyrir umferð.  

Uppfært 17:47:

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að stúlka fædd 2003 sé alvarlega slösuð en hún kastaðist út úr bílnum. Annar aðili er minna slasaður og hinir tveir með minniháttar áverka.

Fólkið var allt flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild LRH eru að ljúka vinnu á vettvangi. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem tilheyra öll sömu fjölskyldu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×