Handbolti

Íslendingaslagur í Indónesíu í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson ræða málin þegar Dagur kom til Íslands til að mæta íslenska landsliðinu.
Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson ræða málin þegar Dagur kom til Íslands til að mæta íslenska landsliðinu. Vísir/Valli

Það verður Íslendingaslagur á Asíuleikunum í handbolta í dag þegar Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson leiða saman hesta sína í undanúrslitunum. Er því ljóst að einn íslenskur þjálfari mun að minnsta kosti komast í úrslitaleikinn og eiga möguleika á gullmedalíu.

Aron Kristjánsson á möguleika á að koma liði Barein í fyrsta sinn í úrslitaleikinn og bæta með því besta árangur liðsins frá því fyrir fjórum árum. Lærisveinar hans koma fullir sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið alla sex leiki liðsins til þessa, þann síðasta með 24 marka mun gegn Hong Kong.  Tók Aron við liði Barein fyrr á árinu en áður stýrði Guðmundur Þ. Guðmundsson liðinu í stuttan tíma.

Andstæðingur Bareins er japanska landsliðið sem Dagur Sigurðsson hefur stýrt í tæp tvö ár. Japanska landsliðið hefur átt góðu gengi að fagna á Asíuleikunum í gegnum tíðina en hefur aldrei unnið keppnina.

Hefur japanska liðið unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum til þessa á mótinu.

Leikur Japans og Barein er seinni undanúrslitaleikur dagsins og hefst hann klukkan 11.00 að íslenskum tíma. Í þeim fyrri mætast Katar og Suður-Kórea sem síðustu ár hafa verið sterkustu handboltaþjóðir Asíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.