Sport

Nike ekki lengi að nýta sér ofurkonubúningsbann Serenu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serena Williams í "kattarkonubúningnum" sínum.
Serena Williams í "kattarkonubúningnum" sínum. Vísir/Getty
Serena Williams er ofurkona þegar kemur að árangri inn á tennisvellinum. Það þótti mörgum því við hæfi að hún keppti í ofurkonubúningi.

Serena mætti í galla fyrr á þessu ári sem var strax líkt við kattarkonubúninginn fræga. Serena var ánægð með gallann og fékk líka jákvæð viðbrögð í fjölmiðlum.

Forráðamenn Opna franska tennismótsins voru ekki ánægðir með þessa þróun og bönnuðu ofurkonubúning Serenu á risamóti sínu á næsta ári. Serena má því ekki mæta í kattarkonuklæðunum næsta sumar.

Serena Willams er ein af stærstu andlitum íþróttavöruframleiðandans Nike og þar á bæ voru menn ekki lengi að nýta sér ofurkonubúningsbann Serenu.





Nike skellti strax í nýja auglýsingu eins og sjá má hér fyrir ofan. Hún er smekklega gerð og hver getur heldur svo sem mótmælt þessari fullyrðingu.

Það er hægt að taka ofurkonu úr búningnum hennar en það er enginn leið að taka af henni kraftana.

Serena Williams hefur unnið 23 risatitla á ferlinum eða fleiri en nokkur annar tennisspilari. Serena hefur meðal annars unnið Opna franska risamótið þrisvar sinnum en hún vann það 2002, 2013 og 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×