Handbolti

Liðsfélagi Guðjóns og Alexanders skellti sér á skeljarnar eftir leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mads Mensah á skeljunum.
Mads Mensah á skeljunum. mynd/skjáskot
Rómantíkin var svo sannarlega við völd í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær eftir auðveldan sigur Íslendingaliðsins Rhein-Neckar Löwen gegn Lemgo, 28-21.

Þegar að þýska sjónvarpið var að taka viðtal við markvörð Lemgo í beinni útsendingu varð allt í einu uppi fótur og fit þegar að danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah Larsen bað kærustu sína að koma niður á gólf.

Myndavélarnar beindust að þeim danska sem skellti sér á skeljarnar og bað kærustunnar. Hún sagði já, sem betur fer og fór grátandi af gleði upp í stúku þar sem að eiginkona Guðjóns Vals Sigurðssonar tók á móti henni og faðmaði.

Guðjón Valur skoraði ekki í leiknum en Alexander Petersson setti eitt. Mads Mensah skoraði tvö mörk og fiskaði eina unnustu.

Bónorðið má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×