Innlent

Undirbúa þjóðskóg á Vestfjörðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skógarhögg.
Skógarhögg. Fréttablaðið/Anton brink

Skógræktin leitar nú að jörðum á Vestfjörðum undir þjóðskóg. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðar að nærtækast sé talið að líta til jarða í eigu ríkisins sem ekki eru í ábúð og henta til skógræktar.

„Fáar ríkisjarðir (eða engar) eru norðan Arnarfjarðar í Ísafjarðarbæ en í hinum forna Auðkúluhreppi eru nokkrar sem eru í eigu ríkis eða ríkisstofnana. Einnig gæti Skógræktin hugsað sér að gera langtíma samninga um heppilega jörð í eigu sveitarfélags og þá eru einhverjar innan Ísafjarðarbæjar svo sem. Sandar í Dýrafirði og Kirkjuból í Engidal og ef til vill fleiri,“ segir í fundargerðinni.

Þjóðskógar Skógræktarinnar eru á yfir fimmtíu stöðum en enginn á Vestfjörðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.