Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair lækkar flugið.
Icelandair lækkar flugið. VÍSIR/VILHELM

Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. Alls nam lækkunin rúmlega 20 prósentum þegar markaðir höfðu verið opnir í klukkustund. Ekki er þó um mikil viðskipti að ræða, en þau nema um 37 milljónum króna.

Greint var frá því í gær að Björgólfur Jóhannsson hafi sagt upp störfum sem forstjóri félagsins. Hann tók ákvörðunin eftir að Icelandair Group lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.

Ekki eru nema rúm 2 ár síðan að bréf í Icelandair voru metin á rúmlega 38 krónur á hlut. Hlutabréfverð í félaginu er nú 6,6 krónur.

Mikið er um lækkanir í Kauphöllinni þennan morguninn, þó engin sé jafn skörp og hjá Icelandair. Þannig hafa hlutabréf í Sjóvá lækkað um rúm 3 prósent og bréf í öðru tryggingafélagi, TM, hafa að sama skapi lækkað um tæplega 3 prósent.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.