Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Litlu atriðin í varnarleik Blika urðu þeim að falli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Baldur Sigurðsson var með nóg pláss til þess að skora fyrsta markið
Baldur Sigurðsson var með nóg pláss til þess að skora fyrsta markið Vísir/Getty
Stjarnan vann Breiðablik í stórleik síðustu umferðar í Pepsi deild karla. Blikar eru svo gott sem úr leik í toppbaráttunni og einvígi Stjörnunnar og Vals um titilinn fram undan.

Stjarnan vann leikinn á litlu atriðunum og gerðu Blikarnir sig seka um einföld mistök í varnarleik á föstum leikatriðum. Þetta var mat Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsimarkanna, á leiknum í þætti gærkvöldsins.

„Þarna erum við að horfa á Blikavörnina gegn fjórum Stjörnumönnum. Níu Blikar og Baldur er einn ystur á fjær, getur hlaupið frítt á fjærstöngina. Þarna vil ég að það standi Bliki sitt hvoru meginn við hann svo það sé alltaf Bliki á fjærsta svæðinu,“ sagði Reynir þegar hann fór yfir fyrsta markið. Baldur Sigurðsson skoraði það upp úr aukaspyrnu Hilmars Árrna Halldórssonar í fyrri hálfleik.

„Þetta eru Stjörnumenn búnir að æfa. Stjarnan hefur ætlað að taka þessi föstu leikatriði á þessi fjærsvæði.“

„Í toppleikjum, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar, þá eru það þessi litlu atriði sem skipta máli.“

Stjarnan er nú þremur stigum á eftir Valsmönnum á toppi deildarinar. Liðin mætast annað kvöld í frestuðum leik úr 15. umferðinni. Valsmenn fara langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×