Ajax, Young Boys og AEK Aþena í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Ajax fagna.
Leikmenn Ajax fagna. Vísir/Getty
Ajax, Young Boys og AEK Aþena tryggðu sér öll sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið unnu einvígi sín í umspili um laust sæti í Meistaradeildinni.

Ajax vann fyrri leikinn gegn Dynamo Kyiv með þremur mörkum gegn einu á heimavelli. Í kvöld var ekkert mark skorað í Kyiv og því Ajax komið í næstu umferð.

Ajax er með öflugt lið í ár en leikmenn eins og Klaas Jan Huntelaar og Daley Blind eru komnir aftur til Hollands. Það verður fróðlegt að fylgjast með Ajax í vetur.

Young Boys frá Sviss náði góðri endurkomu gegn Dinamo Zagreb í Zagreb. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum unnu strákarnir frá Sviss 2-1 sigur í kvöld með tveimur mörkum frá Guillaume Hoarau.

Þriðja og síðasta lið kvöldsins til að komast áfram var svo AEK Aþena frá Grikklandi. Þeir gerðu 1-1 jafntefli í síðari leiknum gegn ungverska liðinu Vidi FC og fóru því samanlagt áfram 3-2.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira