Erlent

Vilja takmarka drykkju gesta

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hótelgestir á Mallorca drekka of mikið, að mati yfirvalda.
Hótelgestir á Mallorca drekka of mikið, að mati yfirvalda. Vísir/Getty
Yfirvöld á Mallorca og öðrum eyjum í Balear-eyjaklasanum á Miðjarðarhafi hafa hug á því að banna hótelum að hafa áfengi með í tilboðum sem hljóða upp á „allt innifalið“. Á viðskiptavefnum e24.no er greint frá því að ungt fólk hafi undanfarna mánuði látið lífið í slysum sem rekja má til ölvunar.

Verði reglurnar hertar munu hótelgestir eingöngu fá áfengi borið fram með kvöldmat. Vilji þeir drekka meira munu þeir þurfa að greiða fyrir það. Jafnframt er lagt til að ekki verði áfengi í míníbörum inni á hótelherbergjum, heldur eingöngu óáfengir drykkir.

Greint er frá því að hóteleigendur á Mallorca og Ibiza hyggist fara með málið fyrir dómstóla verði reglunum breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×