Innlent

Matvælastefna Íslands mótuð

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra. Vísir
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett á fót verkefnisstjórn sem á að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Skal þeirri vinnu vera lokið fyrir árslok 2019. Einnig verður lögð fram aðgerðaáætlun með tillögum að innleiðingu matvælastefnunnar fyrir atvinnulíf og stjórnkerfi.

Fimm aðilar skipa verkefnisstjórnina og hefur ráðherra tilnefnt Völu Pálsdóttur sem formann. Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Bændasamtök Íslands eiga fulltrúa í nefndinni auk tveggja fulltrúa ráðherra.

Verkefnastjórar frá Matís munu starfa með verkefnisstjórninni og Matarauður Íslands mun eiga áheyrnarfulltrúa.

Meðal þeirra þátta sem hafa á að leiðarljósi við mótun matvælastefnu eru sjálfbær framleiðsla, bætt aðgengi að hollum matvælum, nýsköpun, upprunamerkingar og aðgengi að upplýsingum. Þá er lögð áhersla á að draga úr matarsóun og á samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×