Bara 300 miðar eftir á Þýskalandsleikinn

Miðarnir eru að seljast upp á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn.
Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á Twitter að aðeins 300 miðar séu eftir á leikinn en Laugardalsvöllurinn tekur um tæplega tíu þúsund manns.
Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í miða á þennan gríðarlega mikilvægan leik þar sem íslenska kvennalandsliðið getur tryggt sér sæti á Hm í fyrsta sinn.
Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í einn slíkan.
Gerðu það núna!#fyririsland #dottirhttps://t.co/2BvMlUgtt0 pic.twitter.com/JOH0zxsNrs
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2018
Þetta verður væntanlega í fyrsta sinn sem miðar seljast upp á kvennalandsleik og aðsóknarmetið er löngu fallið.
Ísland tryggir sig inn á HM með sigri en með jafntefli þá fá íslensku stelpurnar sæti á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur.
Tengdar fréttir

Heimta frímiða á leikinn gegn Þýskalandi því um kvennaleik er að ræða
KSÍ fær fyrirspurnir um frímiða og miða á afslætti á kvennalandsleikinn á laugardaginn.

Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn
Búið er að selja 7.500 miða á stórleik Íslands og Þýskalands.

„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“
Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur.

Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu
Þýska knattspyrnusambandið er ekki alveg með allt á hreinu þegar kemur að landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins.