Lífið

Áslaug Friðriks selur einbýlishúsið á Skólavörðustíg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús á besta stað.
Einstaklega fallegt hús á besta stað.

Áslaug Friðriksdóttir, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sett einbýlishús sitt við Skólavörðustíginn á sölu en um er að ræða hús í hjarta borgarinnar með aukaíbúð í kjallara.

Húsið er 210 fermetrar að stærð og er eignin á þremur hæðum. Alls eru fimm svefnherbergi í húsinu en fasteignamat eignarinnar er 77 milljónir.

Áslaug óskar eftir tilboði í húsið sem er hið glæsilegasta eins og sjá má hér að neðan.

Ekki er langt í Hallgrímskirkju.
Skemmtilegt eldhús.
Baðherbergið í risinu.
Fallegt hjónaherbergi þar sem hægt er að ganga út á fallegar svalir.
Björt og falleg stofa.
Borðstofan sérstaklega skemmtileg.
Ekki skemmir þessi geggjaði bókaskápur fyrir.
Yndisleg verönd fyrir utan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.