Fótbolti

Liverpool í þriðja styrkleikaflokki fyrir Meistaradeildardráttinn í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent og félagar eru í þriðja styrkleikaflokki.
Trent og félagar eru í þriðja styrkleikaflokki. vísir/getty
Forkeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og því er komið í ljós í hvaða styrkleikaflokki liðin verða í er dregið verður í Nyon í kvöld.

Crvena zvezda, PSV Eindhoven og Benfica tryggðu sér í gær síðustu þrjú sætin í riðlakeppnina og UEFA birti svo í gærkvöldi styrkleikaflokkana.

Fyrsti flokkurinn er afar sterkur en þar er óvænt Lokomotiv Moskva. Þeir eru með það mörg stig hjá UEFA að þeir fara í efsta styrkleikaflokk.

Liverpool er í þriðja styrkleikaflokk og gæti því lent í afar erfiðum riðli er dregið verður í kvöld en dregið verður klukkan 17.00.

Styrkleikaflokkana má sjá hér að neðan en lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil.

Pottur 1 


Real Madrid


Atlético Madrid


Barcelona


Bayern München


Manchester City


Juventus


Paris Saint-Germain


Lokomotiv Moskva

Pottur 2


Borussia Dortmund


Porto 


Manchester United


Shakhtar Donetsk 


Benfica 


Napoli 


Tottenham Hotspur


Roma 



Pottur 3


Liverpool  


Schalke 


Lyon 


Monaco


Ajax 


CSKA Moskva 


PSV Eindhoven


Valencia



Pottur 4


Viktoria Plzeň 


Club Brugge


Galatasaray 


Young Boys 


Internazionale Milano 


Hoffenheim 


Crvena zvezda 


AEK Athens




Fleiri fréttir

Sjá meira


×