Lífið

Dara Ó Briain í Háskólabíói

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dara Ó Briain skaust fyrst fram á sjónarsviðið með uppistandi sínu.
Dara Ó Briain skaust fyrst fram á sjónarsviðið með uppistandi sínu. vísir/getty
Írski uppistandarinn og þáttastjórnandinn Dara Ó Briain mun flytja nýtt uppistand sitt, Voice of Reason, í Háskólabíó þann 3. febrúar næstkomandi. 

Dara er einn þekktasti grínisti Bretlandseyja og hefur stýrt fjölda sjónvarpsþátta; á borð við Mock the Week, Star Gazing Live, Robot Wars og Go 8 Bit. 

Hann hefur alls gefið út fimm uppistandssýningar á DVD, sem allar hafa verið sýndar í breska ríkisútvarpinu í gegnum árin: Crowd Tickler (2015), Craic Dealer (2012), This is the Show (2010), Dara O Briain talks funny Live in London (2008) og Dara O Briain Live at the Theatre Royal (2006).

Fyrr á árinu gaf Ó Briain einnig út sína fyrstu barnabók Beyond the Sky: You and the Universe. Miðasala á uppistandssýningu kappans á Íslandi hefst á tix.is/dara á miðvikudaginn næstkomandi klukkan 10.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×