Fótbolti

Batshuayi lánaður til Valencia

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Batshuayi vann brons með Belgum á HM í Rússlandi
Batshuayi vann brons með Belgum á HM í Rússlandi Vísir/Getty
Chelsea hefur lánað Michi Batshuayi til Valencia út tímabilið. Spænska liðið greinir frá komu Belgans í dag.

Batshuayi kom til Chelsea frá Marseille í Frakklandi sumarið 2016. Hann var lánaður til Borussia Dortmund í janúar á þessu ári út síðasta tímabil.

Belginn mun ekkert spila fyrir Chelsea í vetur því hann verður allt tímabilið með Valencia í spænsku La Liga deildinni. Hann spilaði 14 leiki fyrir Dortmund á seinni hluta síðasta tímabils og skoraði í þeim 9 mörk. Hann á 19 mörk í 53 leikjum fyrir Chelsea.

Batshuayi var í leikmannahóp Belga á HM í Rússlandi. Hann skoraði eitt mark í mótinu, gegn Túnis í riðlakeppninni.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×