Enski boltinn

Stjóri Fulham: Ég er ekki jólasveinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jokanovic er hress.
Jokanovic er hress. vísir/getty
Slavisa Jokanovic, stjóri nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni, segir að hann þurfi ekki að leika einhvern jólasvein til þess að halda gleði í leikmannahópnum.

Fulham eyddi yfir hundrað milljónum punda í sumar og keypti tólf leikmnen en Jokanovic segir að hann muni ekki reyna að halda öllum góðum og allir þurfi að vinna fyrir sínu sæti í liðinu.

„Ég er ekki jólasveinn. Ég þarf ekki að gera alla ánægða.  Ég mun reyna að búa til samkeppni milli leikmanna því þetta er erfiðasta deild í heimi,” sagði Jokanovic.

„Mitt starf er að velja þá ellefu sem byrja, það er mitt starf. Þeir þurfa að berjast fyrir sinni stöðu,” en aðspurður um hvort að Fulham væri að stefna á meira en bara að halda sér uppi svaraði Jokanovic:

„Okkar fyrsta markmið er að halda sæti okkar í deildinni. Við vorum að koma upp og þurfum að aðlaga okkur að deildinni með að kaupa nokkra leikmenn. Við gerðum nokkur frábær kaup.”

„Við vorum síðasta liðið til þess að tryggja okkur í deildina og það er mikilvægt og nausðynlegt að sýna metnað og vilja í að vera samkeppnishæfir. Því þurftum við að eyða pening til að ná í leikmenn sem munu hjálpa okkur.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×