Enski boltinn

Mourinho: Spiluðum vel gegn liði sem eyddi meiri pening en við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var sem fyrr í stuði eftir sigur Man. Utd á Leicester í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho hefur farið á kostum í fjölmiðlum undanfarnar vikur og hélt áfram í kvöld.

„Þetta er góð leið til þess að byrja úrvalsdeildina. Góður leikur sem ég hefði þurft sex skiptingar, ekki þrjár. Ég vildi Martial en gat það ekki, Pogba og Fred gátu ekki spilað 90 mínútur. Ég þurfti fleiri skiptingar,” sagði Mourinho.

„Það var ekki auðvelt að stýra þessum leik frá hliðarlínunni en ég sagði við strákana að við höfum átt góða kafla í leiknum og sýnt fótboltann sem vil viljum spila. Leicester áttu einnig góða kafla.”

„Liðið spilaði sem lið. Í síðari hálfleik var ég með Andreas Pereira og Fred á gulu spjaldi. Paul var frábær og framlagið var magnað en bensínið var lítið. Við vorum í vandræðum.”

Mourinho hefur mikið gagnrýnt Anthony Martial á undirbúningstímabilinu. Hann yfirgaf United í æfingarferð í Bandaríkjunum þar sem hann konan hans eignaðist þeirra annað barn á sama tíma.

Við það var Mourinho ekki sáttur, eða aðallega hversu lengi Martial var í burtu. Hann var á bekknum í kvöld og kom ekkert við sögu en Mourinho segir að hann hafi gjarnan viljað setja hann inn á.

„Martial á síðustu tuttugu mínútunum hefði getað gefið okkur annað markið en ég gat ekki gert skiptingar. Leikmennirnir gáfu allt, þeir gáfu allt sem þeir áttu. Allir gerðu það.”

„Við spiluðum vel gegn liði sem eyddi meiri pening en við. Öll lið eru góð lið, gleymið nafninu, sögunin og treyjunni. Þetta verður erfitt tímabil fyrir alla, ekki bara fyrir okkur.”

Nú er búið að loka félagsskiptaglugganum og þetta er í síðasta skipti sem Portúgalinn ætlar að tala um vonbrigði United í glugganum.

„Ég var með plön fyrir mörgum mánuðum síðan og núna er ég í stöðu sem ég ímyndaði mér ekki að ég yrði í. Þetta er í síðasta skipti sem ég tala um þetta. Þetta er búið, það er búið að loka markaðnum.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×