Golf

Koepka í færi á öðrum risatlinum í ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Koepka þungt hugsi á hringnum í gær
Koepka þungt hugsi á hringnum í gær Vísir/Getty
Brooks Koepka er með tveggja högga forystu fyrir loka daginn á PGA meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins.

Bandaríkjamaðurinn Koepka er þegar kominn með einn risatitil á árinu, hann vann Opna bandaríska fyrr í sumar. Von er á mikilli spennu í dag því Koepka er ekki með mikið forskot.

Ástralinn Adam Scott er annar á tíu höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Koepka, og svo eru níu kylfingar á níu eða átta höggum undir pari. Þar á meðal er Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods.

Woods átti mjög góðan hring í gær, fékk fimm fugla á fyrstu níu holunum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Woods vann síðast risamót árið 2008 en hann á samtals 14 risatitla í bikarskápnum heima fyrir.

Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×