Golf

Koepka í færi á öðrum risatlinum í ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Koepka þungt hugsi á hringnum í gær
Koepka þungt hugsi á hringnum í gær Vísir/Getty

Brooks Koepka er með tveggja högga forystu fyrir loka daginn á PGA meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins.

Bandaríkjamaðurinn Koepka er þegar kominn með einn risatitil á árinu, hann vann Opna bandaríska fyrr í sumar. Von er á mikilli spennu í dag því Koepka er ekki með mikið forskot.

Ástralinn Adam Scott er annar á tíu höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Koepka, og svo eru níu kylfingar á níu eða átta höggum undir pari. Þar á meðal er Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods.

Woods átti mjög góðan hring í gær, fékk fimm fugla á fyrstu níu holunum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Woods vann síðast risamót árið 2008 en hann á samtals 14 risatitla í bikarskápnum heima fyrir.

Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.