Veiði

Gæsaveiðin hefst 20. ágúst

Karl Lúðvíksson skrifar

Gæsaveiði nýtur mikilla vinsælda á landinu og fer mikill fjöldi veiðimanna á veiðar á hverju ári til að veiða bæði grágæs og heiðagæs.

Tímabilið hefst að venju 20.ágúst og þar er ekki annað að sjá en að það sé mikið af fugli.  Vötn og tjarnir á háldinu norðan heiða eru þétt setin af heiðagæs en hún er gjarnan sá fugl sem flestir sækja í til að byrja með enda þykir hún betri bráð til að elda.  Þegar fuglinn er búinn að vera troða í sig fjallagrösum og berjum verður hann ein besta villibrað sem hægt er að fá.

Ásókn í tún og akra þar sem grágæsin safnast saman er alltaf að aukast og flest ef ekki öll bestu svæðin þegar komin í leigu en það er þó nokkrir að auglýsa leyfi á svæðum þar sem mikið af fugli er gjarnan að finna.  Þrjú vinsælustu svæðin eru líklega Ármót, Melasveit og Gunnarsholt en ábúandin Ármóta selur sjálfur á það svæði, Iceland Outfitters eru með akra í Melasveit og Lax-Á hefur verið að selja í Gunnarsholt.  Nokkur munur er hvaða þjónustu er boðið uppá og munur á verði eftir því.  Þessi þrjú svæði eru oftar en ekki full af fugli en það geta þó komið dagar þar sem lítin fugl er að sjá.  Tímabilið í fyrra var t.d. frekar erfitt þar sem veður gerði skyttum erfitt fyrir sem og að fuglinn fór óvenjusnemma af svæðunum.  Það er engu hægt að spá um hvenær besti tíminn er en yfirleitt er það byrjun október fram í lok nóvember sem getur verið að gefa vel.  Sum árin hefur verið skotið fram í miðjan desember en þetta fer víst allt eftir því hvernig fuglinn hagar sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.