Tónlist

Kylie Jenner leikur í tónlistarmyndbandi barnsföður síns

Bergþór Másson skrifar
Travis Scott og Kylie Jenner í Met Gala gleðskap á árinu.
Travis Scott og Kylie Jenner í Met Gala gleðskap á árinu. Vísir/Getty

Rapparinn Travis Scott gaf út plötuna Astroworld í byrjun ágúst. Í síðustu viku gaf hann út myndband við lagið „STOP TRYING TO BE GOD“ af plötunni og fær raunveruleikastjörnuna, milljarðarmæringinn og barnsmóður sína, Kylie Jenner, til að koma fram í myndbandinu.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli á internetinu fyrir frumlegar tæknibrellur og áhugavert myndmál.

Kylie Jenner heldur á lambi í lok myndbandsins, sem á öllum líkindum að tákna nýfætt barn hennar og Travis á einhvern hátt.

Tónlistarmennirnir Kid Cudi og James Blake koma fram á laginu og má sjá James Blake í myndbandinu sjálfu.

Myndbandinu er leikstýrt af Dave Meyers, sem hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir stórstjörnur á borð við Kendrick Lamar, Katy Perry og Ariana Grande.

Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá myndbandið við STOP TRYING TO BE GOD.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.