Fótbolti

Fyrsti leikur Ronaldo stöðvaður vegna æstra áhorfenda

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leiknum í gær
Cristiano Ronaldo í leiknum í gær
Cristiano Ronaldo reimaði á sig takkaskóna í búningi Juventus í fyrsta sinn í gær þegar liðið mætti B-liði félagsins í árlegum æfingaleik sem fram fer í Villar Perosa, smábær sem er skammt frá heimaborg Juventus, Torínó.

Það tók Ronaldo aðeins átta mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið og reyndist það fyrsta markið í 5-0 sigri en Paulo Dybala skoraði tvö mörk, Claudio Marchisio eitt auk eins sjálfsmarks.

Ronaldo slapp aleinn í gegn og átti ekki í miklum vandræðum með að koma boltanum í netið eins og sjá má hér fyrir neðan.

Flautað af eftir 72 mínúturLeiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Ronaldo var í fyrsta sinn að klæðast keppnistreyju félagsins eftir að hafa verið keyptur á tæpar 100 milljónir punda frá Real Madrid fyrr í sumar.

5000 áhorfendur stútfylltu leikvanginn og urðu þess valdandi að hann var flautaður af, rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn til að nálgast portúgalska goðið.

Ítalska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi en þá heimsækir Juventus Chievo í Verona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×